Um okkur

---

Luna Design ehf.

Við erum tveir félagar sem vilja fegra hverfin hér á Íslandi og það á viðráðanlegu verði. Þegar við hönnuðum vöruna þá kom ekkert annað til greina en að hafa gæði og endingu í fyrirrúmi. Eftir löng kvöld og mikla leit, varð til gæða vara á flottu verði.

Flestir spá ekkert endilega í því en húsnúmer hafa mikilvægan tilgang ef að neyðartilfelli koma upp.

Þess vegna vildum við hafa vottað og vatnshelt LED ljós til þess að lýsa upp númerið, vegna mikilla skammdeigis. Eitt af markmiðum okkar er að geta boðið upp á sérsnídda vöru fyrir viðskiptavini okkar. Við viljum að öll húsnúmer sjáist, hvort sem það er um hábjartan dag eða í kolniða-myrkri.