Hugmyndin

Afhverju getum við selt gæða LED upplýst húsnúmer á viðráðanlegu verði? Nú vegna þess að við framleiðum fjórum sinnum á ári og tryggjum þar með að nýta allt efni. Mars, júní, september og desember (byrjun hvers mánaðar).

Luna Design

Luna er latneskt heiti yfir tungl. Okkar hugmynd var að láta húsnúmer standa út líkt og tunglið í myrkrinu. Því varð nafnið Luna fyrir valinu.

Hönnunin

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval lita, forma og leturgerða svo þú getur hannað þína vöru nákvæmlega eftir þínum óskum og þörfum.

Sjá nánar
  • Afhverju kaupa húsnúmer frá okkur?

    Við leggjum mikla áherslu á gæði, endingu og ánægju viðskiptavina. Vörurnar okkar eru í fyrsta gæðaflokki og eru því framleiddar úr hágæða hráefnum.

  • Afhverju velja upplýst húsnúmer?

    Það eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan er sú að upplýst húsnúmer einfaldlega sjást betur og seinni ástæðan er sú að LED lýsing í gegnum árin hefur sífellt orðið vinsælli, sérstæklega þegar það kemur að hönnun fasteigna.

LED-Ljósið

Við notum LED-ljós sem er í hæsta gæðaflokki. Það er CE vottað, vatns- og rykhelt, endist í 50.000 klst og þolir íslenskt veður.

Skoða nánar

Hráefni

Eina efnið sem kemur til greina er ryðfrítt stál (316) og A4 ryðfríar skrúfur og bolta.

Toppað með gæða pólýhúðun fyrir aukavörn .

Vörur