Hugmyndin
Hver hefur ekki lent í því að vera í bíltúr í leit að húsi, þar sem húsnúmerið sést ekki vegna myrkurs og lélegrar merkingar. Þess vegna leystum við þetta vandamál með stílhreinu húsnúmeri sem upplýst með LED-ljósi.

Luna Design
Luna er latneskt heiti yfir tungl. Okkar hugmynd var að láta húsnúmer standa út líkt og tunglið í myrkrinu. Því varð nafnið Luna fyrir valinu.

Hönnunin
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval lita, forma og leturgerða svo þú getur hannað þína vöru nákvæmlega eftir þínum óskum og þörfum.
LUNA DESIGN
-
Afhverju kaupa húsnúmer frá okkur?
Við leggjum mikla áherslu á gæði, endingu og ánægju viðskiptavina. Vörurnar okkar eru í fyrsta gæðaflokki og eru því framleiddar úr hágæða hráefnum.
-
Afhverju velja upplýst húsnúmer?
Það eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan er sú að upplýst húsnúmer einfaldlega sjást betur og seinni ástæðan er sú að LED lýsing í gegnum árin hefur sífellt orðið vinsælli, sérstæklega þegar það kemur að hönnun fasteigna.

LED-Ljósið
Við notum LED-ljós sem er í hæsta gæðaflokki. Það er CE vottað, vatns- og rykhelt, endist í 50.000 klst og þolir íslenskt veður.

Hráefni
Eina efnið sem kemur til greina er ryðfrítt stál (316) og A4 ryðfríar skrúfur og bolta.
Toppað með gæða pólýhúðun fyrir aukavörn .