Skilmálar og skilyrði

Upplýsingar um Luna Design 

Vinsamlegast lestu yfir skilmálana okkar áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að versla við vefverslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.

Luna Design (410622-0760), Fagrabrekka 15, luna@luna.is, 787-8817 & 776-9683. Luna Design áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á gæða LED húsnúmerum. Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur.

Afhending vöru 

Öllum pöntunum er safnað saman þangað til að réttu magni af pöntunum hefur náðst, þetta er gert til þess að nýta allt efni. Skildi vandamál með framleiðslu eða afhendingu vörunnar mun starfsmaður fyrirtækisins hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Afhendingar tími getur verið allt frá 10 - 30 dagar, vegna þess við söfnum í pantanir þangað til að við getum nýtt allt efni. Við veljum að vera grænir. Luna Design ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Luna Design til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Frí heimsending er á pöntunum á höfuðborgarsvæðinu.

Skilafrestur og endurgreiðsla

VINSAMLEGAST EKKI SKILA PAKKANUM ÁÐUR EN ÞÚ HEFUR HAFT SAMBAND VIÐ OKKUR (luna@luna.is), VIÐ GETUM EKKI ÁBYRGST ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA EF EKKI ER HAFT SAMBAND FYRST.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

Endurgreiðsla

Endurgreiðsla er framkvæmd með millifærslu fyrir vörunni en flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef varan er ekki send innan 14 daga frá móttöku vörunnar, er endurgreiðslan ekki gild. 

Ef um endurgreiðslu er að ræða vinsamlegast láttu bankaupplýsingar fylgja (reikningsnúmer og kennitölu) svo hægt sé að millifæra. Það er öruggt að senda þessar upplýsingar á netfangið okkar, þar sem þetta eru ekki viðkvæmar upplýsingar og verða aðeins notaðar til að uppfylla endurgreiðsluna okkar.

Þú missir rétt þinn til afturköllunar ef:

  • Innsigli vörunnar er rofið, útaf heilsuverndar- og hreinlætisástæðum.

Hvað á ég að senda til baka?

  • Þú verður að láta fylgja afrit af kvittun fyrir vörukaupunum (hægt að senda í tölvupósti).

  • Nafn, kennitala og reiknisnúmer kaupanda (hægt að senda í tölvupósti).

  • Varan í upprunalegum umbúðum. Það má ekki rjúfa innsiglið.

Hvert á að senda vöruna?

  • Hægt er að skila vörunni í Fögrubrekku 15, 200 Kópavogi.

Verð á vöru og sendingakostnaður 

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatt. Sendingakostnaður reiknast eftir því hvar sendingin berst, frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu. Luna Design hefur þann rétt á að breyta verðum í vefverslun að öllum kringumstæðum ef einstaklingur hefur ekki pantað vöruna áður en að breyting var gerð.

Trúnaður (öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Persónuupplýsingar

Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna eru unnin í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.

Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.

Að skipta og skila vöru 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Vara tellst gölluð ef hún kemur skemmd, með rispum, vitlaus litur, letur, stærð o.s.frv. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Greiðslumátar

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta:

  • Visa

  • Mastercard

  • American Express

  

 

Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við sölu. 

Ábyrgðarskilmálar

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á luna@luna.is. Luna Design áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.

Ábyrgðartími á búnaði er 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003. 

Ábyrgð fellur niður ef varan hefur verið meðhöndluð á rangan hátt, orðið fyrir hnjaski, misnotkun,  eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Lög og varnarþing 

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

         

niðurfellanlegt efni

Hvernig gengur uppsetning fyrir sig?

Uppsetningin   

- Halda bakplötu upp við vegg.

- Merkja fyrir götum.

- Bora í vegginn (Múrbolti) eða leggja bakplötu upp við vegg og skrúfa hana fasta (Múr/tréskrúfa).

-Tengja rafmagnið (Rafvirki eða horfa á auðvelt youtube myndband). Enginn spennubreytir bara stinga í samband.

- Festa framplötu með númeri

(Rafvirki getur aðstoðað ef eitthvað er).

Annars ef uppsetning reynist erfið er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við getum gefið þér ráð.

Hver er endingartíminn?

Ending

Við leggjum mikið upp úr endingu á vörunum okkar, þess vegna veljum við þessi efni:

- Ryðfrítt stál (316)

- Pólýhúðun

- LED ljós (CE vottað og vatnshelt)

Afhverju veljum við 316 í stað fyrir 304?

Einfalda svarið er 304 inniheldur 18% króm og 8% nikkel á meðan 316 inniheldur 16% króm, 10% nikkel og 2% mólýbden. Mólýbdeninu er bætt við til að standast tæringu á klóríðum (eins og sjó og afísingarsölt).

Er uppsetning innifalin í verðinu?

Nei, uppsetning er auðveld að mestu leyti og þess vegna er hún ekki innifalin. Rafmagn er tengt í gegnum tvo víra (jörð og straumur).

Get ég sérpantað húsnúmer?

Já að sjálfsögðu! sendu okkur þína hugmynd í gegnum luna@luna.is eða heyrir í okkur í síma og við finnum út úr þessu!

Er hægt að breyta lit á lýsingu?

Því miður er ekki hægt að breyta lit, ástæðan er sú að við völdum endingalengsta ljósið sem gefur frá sér hlýja og heimilislega lýsingu.

Ertu með aðra spurningu?

Ef þín spurning er ekki hér að ofan, endilega sendu okkur þá línu á luna@luna.is