Algengar spurningar

Get ég sérpantað húsnúmer?

Já að sjálfsögðu! sendu okkur þína hugmynd í gegnum luna@luna.is eða heyrir í okkur í síma og við finnum út úr þessu!

Hvernig gengur uppsetning fyrir sig?

Uppsetningin   

- Halda bakplötu upp við vegg.

- Merkja fyrir götum.

- Bora í vegginn (Múrbolti) eða leggja bakplötu upp við vegg og skrúfa hana fasta (Múr/tréskrúfa).

-Tengja rafmagnið (Rafvirki eða horfa á auðvelt youtube myndband). Enginn spennubreytir bara stinga í samband.

- Festa framplötu með númeri

(Rafvirki getur aðstoðað ef eitthvað er).

Annars ef uppsetning reynist erfið er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við getum gefið þér ráð.

Hver er endingartíminn?

Ending

Við leggjum mikið upp úr endingu á vörunum okkar, þess vegna veljum við þessi efni:

- Ryðfrítt stál (316)

- Pólýhúðun

- LED ljós (CE vottað, vatns- og vatnshelt)

Afhverju veljum við 316 í stað fyrir 304 ryðfrítt stál?

Einfalda svarið er 304 inniheldur 18% króm og 8% nikkel á meðan 316 inniheldur 16% króm, 10% nikkel og 2% mólýbden. Mólýbdeninu er bætt við til að standast tæringu á klóríðum (eins og sjó og afísingarsölt).

Hvernig er ljósið?

Í okkar vöru notum við mjög endingarlangt ljós (50.000 klst) sem gefur frá sér hlýja (2700 kelvin) og heimilislega lýsingu.

Það þarf engan spennubreyti við uppsetningu.

Ertu með aðra spurningu?

Ef þín spurning er ekki hér að ofan, endilega sendu okkur þá línu á luna@luna.is